Christophe Galtier, stjóri Paris Saint-Germain, hefur tjáð sig um þá orðróma sem nú eru í kringum Kylian Mbappe, leikmann liðsins.
Mbappe er sagður ósáttur við PSG og talinn vilja fara sem fyrst. Þetta kemur á óvart en leikmaðurinn skrifað undir nýjan samning í sumar. Frakkinn telur PSG hafa svikið loforð, sem gefin voru fyrir undirskrift í sumar.
Galtier ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli PSG við Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær. Mbappe skoraði mark franska liðsins í leiknum.
„Ég hef ekki talað við hann. Einbeiting okkar var á leiknum. Hann gaf okkur mikið í kvöld og sýndi hversu góður leikmaður hann er. Hann var einbeittur á leikinn og keppnina,“ segir Galtier.
„Orðrómar verða að fréttur, fréttir verða yfirlýsingar. Þetta kom mér mjög á óvart aðeins nokkrum klukkustundum fyrir mikilvægan leik.“