fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Saka með tvö er Arsenal vann Liverpool – Eru 14 stigum frá toppnum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. október 2022 17:28

Saka skorar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal 3 – 2 Liverpool
1-0 Gabriel Martinelli(‘1)
1-1 Darwin Nunez(’34)
2-1 Bukayo Saka(’45)
2-2 Roberto Firmino(’53)
3-2 Bukayo Saka(’76, víti)

Það vantaði ekki fjörið í dag er Arsenal komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar á ný með heimasigri á Liverpool.

Leikurinn var spilaður á Emirates og var afar fjörugur en fyrsta mark leiksins var skorað á fyrstu mínútu af Gabriel Martinelli.

Darwin Nunez, nýr framherji Liverpool, nýtti tækifæri sitt í dag og jafnaði metin þegar rúmlega hálftími var liðinn.

Allt stefndi í jafntefli í fyrri hálfleik áður en Bukayo Saka kom Arsenal aftur yfir í uppbótartíma.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði varamaðurinn Roberto Firmino metin fyrir gestina og staðan orðin 2-2.

Það var svo Saka aftur sem tryggði Arsenal öll stigin er hann skoraði úr vítaspyrnu á 76. mínútu.

Arsenal er á toppi deildarinnar með 24 stig en Liverpool er í 10 sætinu, 14 stigum frá toppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær
433Sport
Í gær

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember

Sekur í sex af tólf ákæruliðum um niðrandi ummæli á netinu – Verður dæmdur í desember
433Sport
Fyrir 2 dögum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“