fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Aldrei séð hann gráta eins mikið – ,,Við þurftum að ganga í gegnum ýmislegt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez hefur tjáð sig um um tímabilið áður en hann yfirgaf Barcelona og samdi við annað stórlið á Spáni, Atletico Madrid.

Suarez vildi aldrei kveðja Barcelona en félagið neyddi hann í raun að leita annað og var hann ekki hluti af framtíðarplönum liðsins.

Svipað gerðist með Lionel Messi, stórstjörnu liðsins, á þessum tíma en Börsungar voru í miklum fjárhagsvandræðum og þurftu að leita að lausnum.

Suarez skoraði 198 mörk í 283 leikjum fyrir Barcelona en árið 2020 var ljóst að framtíð hans væri ekki á Nou Camp.

,,Þetta særði mikið og við þurftum að ganga í gegnum ýmislegt. Við höfðum dottið úr leik í Meistaradeildinni gegn Bayern Munchen og allt var orðið flókið og sársaukafullt. Ekki bara vegna hvernig gekk heldur hvernig var komið fram við okkur,“ sagði Suarez.

,,Ég mætti á æfingar og þeir létu mig æfa frá hópnum. Ég þurfti að þjást og grét er ég kom heim vegna framkomunnar. Það var einnig talað um að þeir vildu láta Leo æfa utan hóps. Við upplifðum erfiða tíma. Þetta særði Leo líka. Ég hafði aldrei séð Messi gráta eins og hann gerði á þessum tíma.“

,,Ég vissi aldrei almennilega af hverju þetta átti sér stað en sem betur fer þá var ég ánægður hjá Atletico Madrid að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“