Juventus er að missa af lestinni á Ítalíu þegar liðið hefur spilað níu deildarleiki á tímabilinu.
Juventus tapaði sínum öðrum deildarleik í dag á San Siro er liðið heimsótti AC Milan sem hefur verið í fínum gír.
Milan vann 2-0 heimasigur og fékk sín 20. stig í sumar á meðan Juventus situr í áttunda sæti með aðeins 13.
Fyrr í dag vann Inter Milan góðan sigur á útivelli gegn Sassuolo þar sem Edin Dzeko var aðalmaðurinnm.
Dzeko skoraði tvennu fyrir Inter í útisigri og er liðið með 15 stig í sjöunda sæti.
Milan 2 – 0 Juventus
1-0 Fikayo Tomori(’45)
2-0 Brahim Diaz(’54)
Sassuolo 1 – 2 Inter
0-1 Edin Dzeko(’44)
1-1 Davide Frattesi(’60)
1-2 Edin Dzeko(’75)