fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Hin umdeilda leysir frá skjóðunni og segir samherja eiginmannsins hafa reynt við sig

433
Laugardaginn 8. október 2022 09:20

Wanda Nara. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er líklega ekki fjallað um neitt samband í knattspyrnuheiminum jafn mikið og samband Wanda Nara og framherjans Mauro Icardi.

Wanda hefur lengi verið eiginkona sem og umboðsmaður Icardi en þau eru saman á ný eftir skilnað í stuttan tíma.

Stuttu áður en Icardi færði sig til Tyrklands og samdi við Galatasaray var greint frá skilnaðinum og var það mál á allra vörum í dágóðan tíma áður en þau náðu sáttum.

Wanda hefur nú enn og aftur vakið athygli í fjölmiðlum og vill meina að fyrrum liðsfélagi Icardi hjá Inter Milan hafi reynt við sig árið 2014 en án árangurs.

Leikmaðurinn umtalaði er Pablo Osvaldo sem spilaði með Inter frá 2014 til 2015 en hann hefur lagt skóna á hilluna í dag og starfar sem tónlistarmaður.

Wanda og Osvaldo hittust á San Siro, heimavelli Inter, en þau sátu saman í VIP herbergi og horfðu á leik liðsins.

Wanda starfar sem dómari í sjónvarpsþætti í Argentínu þar sem hún fjallaði um málið en Osvaldo og Icardi voru aldrei nánir og náðu ekki vel saman á velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn
433Sport
Í gær

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met

Óttast að Arsenal geti slegið ótrúlegt met
433Sport
Í gær

Rekinn úr starfi í gær

Rekinn úr starfi í gær
433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans