fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Vonar að Eiður Smári finni bót meina sinna – „Nú er hann að hefja nýja bar­áttu“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 7. október 2022 13:00

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guð­john­sen steig til hliðar í gær sem þjálfari FH af per­sónu­legum á­stæðum eftir að fréttir höfðu borist af því að hann hefði verið stöðvaður af lög­reglu, grunaður um ölvunar­akstur. Þá sagðist RÚV hafa heimildir fyrir því að Eiður Smári hafi ekið bílinn án þess að hafa til þess öku­réttindi. Þá er ekki loku fyrir það skotað að Eiður Smári snúi aftur í þjálfara­stólin hjá FH takist honum að vinna í sínum málum.

Rætt var um málið í hlað­varps­þættinum Dr.Foot­ball þar sem þeir Hjör­var Haf­liða­son, um­sjónar­maður þáttarins og Hrafn­kell Freyr Ágústs­son og Albert Brynjar Inga­son ræddu málin.

„Hann hefur beðið um svig­rúm til að vinna í sínum málum. Hvað er hægt að segja meira við því?“ spurði Hjör­var Haf­liða­son.

„Þá vonar maður bara að hann vinni í sínum málum og mæti tví­efldur til baka,“svaraði Hrafn­kell Freyr Ágústs­son, sér­fræðingur þáttarins. FH gefur honum tæki­færi til þess og ég vona að það gerist því Eiður Smári á heima úti á velli að þjálfa. Þá vonar maður líka að það sé mikill metnaður á bak­við það hjá honum því ég held að hann geti orðið frá­bær þjálfari ef hann leggur vinnu í það.“

„Maður er ekki að fara sitja hérna og sparka í liggjandi mann,“ sagði Albert Brynjar Inga­son, annars sér­fræðingur Dr. Foot­ball. „Vonandi að hann sé að fara í þessa með­ferð á þeim for­sendum að hann vilji hana sjálfur, ekki bara af því að ein­hverjir aðrir eru að segja honum að gera það.“

Hjör­var sagði þetta ekki beint tímann til þess að vera sparka í fólk. „Vonandi að hann finni bót meina sinna. Þetta er auð­vitað bara fyrst og fremst leiðin­legt.

Eiður Smári er auð­vitað einn besti í­þrótta­maðurinn í sögu ís­lensku þjóðarinnar og við þurfum ekkert að rifja upp hvað hann hefur af­rekað á knatt­spyrnu­vellinum. Nú er hann að hefja nýja bar­áttu og það er ekki hægt að gera neitt annað en að óska honum alls hins besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu
433Sport
Í gær

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“
433Sport
Í gær

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum
433Sport
Í gær

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo