fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Skilnaður í kortunum hjá Brady og Gisele – Ber Ronaldo ábyrgð?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. október 2022 16:30

Tom Brady og Gisele.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Tom Brady og eiginkona hans, fyrirsætan heimsfræga Gisele Bundchen, eru sögð vera að skilja. Það kann að hljóma langsótt, en að einhverju leyti gæti Cristiano Ronaldo átt þar í hlut.

Hinn 45 ára gamli Brady og hin 42 ára gamla Gisele hafa verið gift síðan 2009. Eiga þau saman tvö börn.

Brady leikur með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Hann tilkynnti að hann væri hættur þann 1. febrúar á þessu ári. Aðeins 40 dögum síðar, þann 13. mars tilkynnti Brady að hann væri hættur við að hætta og að hann ætlaði sér að taka annað tímabil með Buccaneers.

Gisele er ekki sögð hafa verið glöð með þetta athæfi Brady. Hann hafi ákveðið að hætta til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Aðeins degi áður en Brady tilkynnti að hann væri að snúa aftur sá hann Ronaldo skora þrennu í leik með Manchester Untied í 3-2 sigri á Tottenham. Brady var í stúkunni á Old Trafford, ásamt eigendum United, Glazer-fjölskyldunni, en hún á einnig Buccaneers.

Getty Images

Eftir leik á Ronaldo að hafa átt samtal við Brady, þar sem hann spurði hann hvort hann væri viss um að hann væri hættur að spila amerískan fótbolta. Degi síðar tilkynnti Brady að hann væri að snúa aftur.

Hins vegar var Gisele allt annað en sátt. Hún hafði bæði áhyggjur af höfuðhöggum sem Brady hafði hlotið við að spila leikinn. Auk þess vildi hún, eins og áður sagði, að hann myndi eyða meiri tíma með henni og börnum þeirra.

Hjónin hafa búið í sitt hvoru lagi í tvo mánuði. Á dögunum sást hún þá án giftingahringsins. Það stefnir allt í að skilnaður sé í kortunum, en þau eru bæði talin hafa haft samband við lögfræðinga.

Brady og Gisele ætla að deila forræði yfir börnum sínum. Það eru þó fjármálin sem gæti orðið erfiðara að ná saman um.

Gisele var lengi ein fremsta fyrirsæta heims. Er hún metin á 355 milljónir punda. Brady er metinn á 222 milljónir punda. Þau þurfa að komast að samkomulagi um það hvernig fjárhagnum verður skipt á milli þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu
433Sport
Í gær

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“
433Sport
Í gær

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum

Real Madrid skoðar kaup á unga enska miðjumanninum
433Sport
Í gær

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo