Heimir Guðjónsson botnar ekki í því af hverju Arnar Grétarsson tók ekki vel Val áður en úrslitakeppnin í Bestu deild karla hófst.
Ólafur Jóhannesson er á förum frá Val og mun Arnar Grétarsson taka við sem þjálfari eftir tímabilið. Hann yfirgaf KA á dögunum.
Heimir var fyrr í sumar látinn fara frá Val. Í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark var hann spurður hvort hann teldi illa vegið að Ólafi með ráðningunni á Arnari.
„Já, mér finnst það,“ svarar Heimir.
„Það er búið að segja Óla upp, ég skil ekki af hverjur Arnar Grétars tekur ekki bara við liðinu og stýrir því þessa fimm leiki. Það hefði verið hreinlegast.“
Heimir bendir á að það hafi verið tími til að skipta um þjálfara er landsleikjahléið stóð yfir.
„Menn höfðu góðan tíma, það kom tveggja vikna landsleikjahlé.“