Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City segir ekkert hæft í sögusögnum um að framherji liðsins, Erling Braut Haaland sé með ákvæði í samningi sínum þess efnis að hann megi ganga til liðs við Real Madrid eftir tvö ár verði ákveðni upphæð boðið í hann.
Haaland var sem fyrr á skotskónum í gærkvöldi þegar að Manchester City vann þægilegan sigur á Íslendingaliði FC Kaupmannahafnar í Meistaradeild Evrópu.
Fyrr um daginn fóru að stað orðrómar í spænskum miðlum um meint ákvæði í samningi Haaland og Guardiola svaraði fyrir það á blaðamannafundi eftir leik.
„Þetta er ekki satt,” sagði Guardiola og bætti við. „Hann er ekki með ákvæði sem snýr á Real Madrid eða einhverju öðru liði.”
Aðspurður hvort hann væri pirraður á því að svona orðrómar færu á kreik svaraði Guardiola því neitandi.
Ómögulegt væri að koma í veg fyrir slíka orðróma.
„Það mikilvægasta í þessu er að hann hefur aðlagast lifinu mjög vel hér. Ég hef þá tilfinningu að hann sé mjög ánægður hér. Það er það sem skiptir mestu máli.”