Enn einn varnaraðurinn er kominn á meiðslalista Barcelona en þetta hefur spænska félagið staðfest.
Jules Kounde, Hector Bellerin og Ronald Araujo eru allir meiddir og hefur Andreas Christensen bæst við þann lista.
Christensen meiddist gegn Inter Milan á þriðjudaginn og er útlit fyrir að hann verði frá keppni í einhvern tíma.
Daninn gekk í raðir Barcelona í sumar frá Chelsea en hann var samningslaus og kom á frjálsri sölu.
Barcelona hefur ekki staðfest hversu lengi Christensen verður frá en hann er meiddur á ökkla og má búast við nokkrum vikum.