Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær fór fram fjörleg umræða það að spila mætti meira af fótbolta á föstudagskvöldum.
Sigurður Gísli Snorrason leikmaður Aftureldingar var gestur í þættinum ásamt Gunnari Birgissyni. Umræðan hafði átt sér stað í nokkrum tíma þegar Sigurður ætlaði að ítreka að. „Friday Night’s A Great Night For Football.“
Umræðan hófst í kringum frægt lag sem notað var um amerískan fótbolta en Sigurði varð á í messunni þegar hann ætlaði að ítreka þetta.
„Sigurður, ertu ótalandi á ensku?,“ sagði þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason eins og heyra má hér að ofan.
Hjörvar, Sigurður og Gunnar sprungu þá allir úr hlátri en klippan hefur vakið mikla kátínu.