Dani Carvajal, leikmaður Real Madrid, hefur svarað Xavi, stjóra Barcelona, sem var reiður eftir tap sinna manna gegn Inter Milan gær.
Xavi og hans menn töpuðu 1-0 gegn Inter á San Siro en hann var alls ekki ánægður með starf dómarans í viðureigninni.
Xavi var harðorður í leikslok eftir að VAR ákvað að dæma ekki vítaspyrnu fyrir þá spænsku í uppbótartíma.
Carvajal segir þó að þetta snúist ekki um heppni þegar kemur að Börsungum sem hafa ekki verið sannfærandi í Meistaradeildinni í langan tíma.
,,Fótbolti snýst um úrslit og það lið sem skorar flest mörkin og fær á sig fæst, það er sigurliðið,“ sagði Carvajal.
,,Þegar þú ert búinn að vinna fimm af síðustu níu leikjum í Meistaradeildinni þá snýst þetta ekki um heppni.“