Bruno Fernandes og Lisandro Martinez, leikmenn Manchester United eru sagðir hafa látið vel í sér heyra í hálfleik í leik liðsins á útivelli gegn grönnum sínum í Manchester City á dögunum. United fór inn til hálfleiks 4-0 undir.
Það er The Sun sem greinir frá málavendingunum en Fernandes og Martinez eru sagðir hafa verið brjálaðir, skiljanlega. Þeir hafi tönglast á því að það vantaði alla trú í leikmenn liðsins. Lætin voru það mikil að starfsfólk á vegum Manchester City var brugðið.
Manchester United vann síðari hálfleikinn 3-2 en leiknum lauk með 6-3 sigri Manchester City sem léku á alls oddi, grönnum sínum til mikilla vandræða.
Allt annað hafi verið upp á teningnum eftir leik þar sem heyra hefði mátt saumnál detta í búningsherbergi Manchester United.
Manchester City er eftir leikinn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig. Manchester United situr í því sjötta með 12 stig.