fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Starfsfólki Manchester City var brugðið er reiðin tók öll völd í klefanum hjá Manchester United og lykilmenn létu í sér heyra

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 07:55

Frá leik Manchester City og Manchester United/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes og Lisandro Martinez, leikmenn Manchester United eru sagðir hafa látið vel í sér heyra í hálfleik í leik liðsins á útivelli gegn grönnum sínum í Manchester City á dögunum. United fór inn til hálfleiks 4-0 undir.

Það er The Sun sem greinir frá málavendingunum en Fernandes og Martinez eru sagðir hafa verið brjálaðir, skiljanlega. Þeir hafi tönglast á því að það vantaði alla trú í leikmenn liðsins. Lætin voru það mikil að starfsfólk á vegum Manchester City var brugðið.

Manchester United vann síðari hálfleikinn 3-2 en leiknum lauk með 6-3 sigri Manchester City sem léku á alls oddi, grönnum sínum til mikilla vandræða.

Allt annað hafi verið upp á teningnum eftir leik þar sem heyra hefði mátt saumnál detta í búningsherbergi Manchester United.

Manchester City er eftir leikinn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig. Manchester United situr í því sjötta með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“