fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hjörvar blandar sér í umræðuna – „Við erum alltaf að kvarta yfir því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólætin í stuðningsmönnum Víkings R. á úrslitaleik Mjólkurbikars karla um helgina hefur veirð mikið til umræðu.

Nokkrir stuðningsmenn eru sagðir hafa látið öllum illum látum á Laugardalsvelli. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í gær til að harma hegðun þeirra.

Hjörvar Hafliðason, sem rekur hið afar vinsæla hlaðvarp Dr. Football, hefur blandað sér í þessa umræðu.

„Við erum alltaf að kvarta yfir því að það vanti áhorfendur. Svo þegar það er eitthvað smá fjör, ég sá þetta ekki, var ástæða til að vera ósáttur við stuðningsmenn þarna?“ spyr Hjörvar í þætti sínum í dag.

„Á Parken sitja menn með stóran bjór og henda honum upp í loft þegar það er skorað, geðveik stemning.“

„Auðvitað verða menn að passa munnsöfnuð og svona,“ segir Hjörvar og heldur áfram. „Það getur vel verið að einhver hafi farið yfir strikið í fjörinu, en mér finnst alltaf vera neikvæð umræða um áhorfendur á Íslandi, þess vegna hefur maður aldrei leyft sér að vera alvöru áhorfandi á Íslandi.“

Það var kallað í hátalarakerfinu á Laugardalsvelli á leiknum að stranglega bannað væri að vera með blys.

„Auðvitað verða blysin að vera. Þér líður eins og þú sért í útlöndum, það er alvöru leikur. Það er alltaf verið að röfla yfir þessum blysum,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag