Í sumar var greint frá því að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hafi verið handtekinn, grunaður um þrjár nauðganir á síðasta ári.
Enskir miðlar hafa ekki enn nafngreint leikmanninn. Þó sögðu nokkrir miðlar í Afríku, og síðar víðar, að um Thomas Partey hjá Arsenal væri að ræða.
Partey var handtekinn á heimili sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar. Hins vegar hefur verið falli frá einni ásökuninni.
Tvö mál standa þó eftir, en Partey hefur verið laus gegn tryggingu síðan í sumar.
Nú segir Nick Ames, blaðamaður The Guardian, að sú trygging hafi verið framlengd af lögreglu í Englandi.
Partey var ekki settur í bann af Arsenal þegar málið kom upp og hefur miðjumaðurinn verið í fullu fjöri síðan. Hann skoraði til að mynda í erkifjendaslag gegn Tottenham um helgina.