fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári: „Það var kannski fullmikill skellur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. október 2022 19:50

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari karlaliðs FH, var svekktur eftir tap gegn Víkingi Reykjavík í framlengdum bikarúrslitaleik í dag. Hann var þó sáttur með frammistöðu síns liðs.

„Sem þjálfari gat ég ekki beðið um tommu meira frá leikmönnum. Ég held að allir hafi skilið allt eftir á vellinum, eins og sást í lokin,“ segir Eiður við 433.is eftir leik.

„Þó þetta sé svekkjandi þá er þetta dýrmæt reynsla, sérstaklega fyrir ungu leikmennina því þetta er það sem menn vilja stefna að í þessum bransa. Til framtíðar kannski fá þeir að upplifa hina hliðina.“

Eiður tekur eitt og annað jákvætt úr leiknum.

„Það voru kaflar í fyrri hálfleik, sérstaklega eftir að við jöfnum, þar sem mér fannst við vera að ná yfirhöndinni. Aftur á móti var kafli í seinni hálfleik þar sem við áttum erfitt með að halda boltanum á milli okkar.“

FH jafnaði í blálok venjulegs leiktíma en fékk á sig mark í upphafi framlengingar. „Það var kannski fullmikill skellur að fá á sig mark eftir nokkrar sekúndur í framlengingu.“

FH er í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni nú þegar henni hefur verið skipt upp. Framundan eru fimm mikilvægir leikir þar.

„Vonandi náum við að nýta þetta á réttan hátt. Auðvitað er upplifun og adrenalín sem fylgir því að vera í úrslitaleik, kannski meira en í venjulegum deildarleik. En við erum líka ekkert að fara í venjulega leiki, við erum að fara í fimm úrslitaleiki. Við vitum hvað við þurfum að gera og það er til mikils að vinna.“

Úlfur Ágúst Björnsson og Davíð Snær Jóhannsson komu inn í lið FH í dag fyrir Steven Lennon og Kristinn Frey Sigurðsson.

„Það er alltaf erfið ákvörðun, alveg sama hvaða leikmenn um ræðir eða í hvaða stöðu, þegar þú ert með tuttugu manna hóp sem er hundrað prósent gíraður og klár. Ég verð bara að hrósa mönnum hvernig þeir tóku á þeirri ákvörðun, komu tilbúnir inn þegar þeim var skipt inn á,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
433Sport
Í gær

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone

Stjarnan staðfestir komu tveggja landsliðsmanna frá Sierra Leone
433Sport
Í gær

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk

Haaland fer fljúgandi inn í nýtt tímabil á nýjum alvöru trukk