fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Staðfest að Jóhannes Karl fyllir í skarð Eiðs Smára og aðstoðar Arnar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 17:32

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari A landsliðs karla og hefur hann þegar tekið til starfa.

Skagamaðurinn Jóhannes Karl lék með KA og ÍA í meistaraflokki hér á landi áður en hann hóf atvinnumannsferilinn þar sem hann lék í Belgíu, Hollandi, á Spáni og Englandi. Hann lék alls 34 A-landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 2001-2007 og skoraði eitt mark, og á að auki leiki fyrir U21 og U19 landslið Íslands.

Jóhannes, sem er með KSÍ A þjálfaragráðu og lýkur UEFA Pro gráðu í vor, sneri heim eftir atvinnumennskuna og lék með ÍA, Fram, Fylki og HK áður en hann lagði skóna á hilluna og sneri sér að þjálfun. Þjálfaraferilinn hóf hann hjá HK árið 2016 og var þar við stjórnvölinn þar til hann sneri heim á Skagann árið 2018 og tók við liði ÍA, sem hann hefur stýrt síðan, en lætur nú af því starfi.

Næsta verkefni A landsliðs karla eru tveir vináttuleikir á Spáni í mars – fyrst gegn Finnum á Stadium Enrique Roca í Murcia 26. mars og síðan gegn Spánverjum 29. mars, á Riazor-leikvanginum í Coruna.

Eiður Smári Guðjohnsen lét af störfum sem aðstoðarþjálfari liðsins í nóvember. Líkt og Eiður Smári þá á Jóhannes Karl son í landsliðinu en Ísak Bergmann Jóhannesson verður í lykilhlutverki hjá landsliðinu næstu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot