fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Gerrard var undrandi og sjokkeraður þegar að Benitez fór til Everton – ,,Ég verð að vera hreinskilinn“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 14:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa og fyrrum lærisveinn Rafa Benitez hjá Liverpool, viðurkennir að það hafi komið sér á óvart þegar að tilkynnt var um ráðningu Everton á knattspyrnustjóranum Rafa Benitez í fyrra.

Benitez er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og stýrði liðinu meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Hann tók við erkifjendum Liverpool, Everton í fyrra við litla hrifningu stuðningsmanna Liverpool en hefur nú verið sagt upp störfum.

Rafa Benitez

,,Ég finn tel með honum núna vegna þess að við eigum gott samband og ég ber mikla virðingu fyrir honum en ég verð að vera hreinskilinn. Það kom mér mjög á óvart þegar að hann var ráðinn til Everton,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í dag en Aston Villa heimsækir Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

,,Ég var undrandi og sjokkeraður þegar að Rafa vildi fara og taka við Everton bara miðað við hans arfleifð og orðspor hjá Liverpool. Þetta gekk ekki upp hjá honum,“ sagði Gerrard.

Duncan Ferguson, aðstoðarmaður Rafa og goðsögn í sögu Everton var ráðinn inn sem bráðabirgðastjóri í vikunni og Gerrard segir sína menn þurfa að vera á tánum um helgina því að andrúmsloftið á Goodison Park verði rafmagnað.

,,Duncan hefur tekið við og það er alveg augljóst hvernig móttökur hann mun fá. Við þurfum að vera tilbúnir,“ sagði Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa á blaðamannafundi í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ