Ralf Rangnick og Anthony Martial funduðu saman á æfingasvæði Manchester United á sunnudag eftir ósætti þeirra á milli.
Rangnick sagði að Martial hefði neitað að vera í hóp gegn Aston Villa á laugardag, United var ekki með fullmannaðan hóp í leiknum.
Martial neitaði þessu og birti færslu þess efnis á Instagram. „Ég hef verið hérna í sex vikur núna, ég sagði allt sem ég vildi segja á blaðamannafundi eftir leikinn,“ sagði Rangnick.
„Ég átti samtal við Martial á sunnudag um hvað gerðist og hvernig ég horfði á stöðuna. Málið er leyst.“
Martial gæti komið í hóp United gegn Brentford á morgun. „Hann hefur æft síðustu daga og æfir í dag. Eftir æfingu tek ég ákvörðun um það hvort hann sé í hópnum. Sjáum hvað gerist.“