fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar sendi væna pillu í Hafnarfjörðinn – ,,Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 15:45

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um stefnu karlaliðs FH í síðasta þætti af hlaðvarpinu vinsæla, Dr. Football. Þar voru menn ekki mjög hrifnir af gangi mála í Hafnarfirðinum.

FH hefur undanfarið ár eða svo sótt unga leikmenn eins og Vuk Oskar Dimitrijevic, Oliver Heiðarsson, Ólaf Guðmundsson, Harald Einar Ásgrímsson og nú síðast Mána Austmann.

Í þessum glugga hefur FH einnig nælt í Kristinn Frey Sigurðsson frá Val, reynslumikinn leikmann úr efstu deild.

,,Við tókum KR-inga svolítið af lífi um daginn fyrir average-glugga. Mér finnst kaupin hjá FH ekkert betri en það,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sem er vel að sér í málefnum ungra leikmanna, segir FH ekki vera að sækja nægilega góða unga leikmenn. ,,Það á að taka einhverja stefnu að sækja unga leikmenn en að mínu mati er verið að sækja B-týpur af þessum ungu leikmönnum.“

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins, sló þá á létta strengi en skaut þó á FH-inga. ,,Setjum þetta í mannamál. Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi.“

FH hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar