fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Viktor Karl stoltur af því að fá tækifæri með landsliðinu – „Sýnir að Breiðablik er að gera eitthvað rétt“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. janúar 2022 14:45

valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks fékk sín fyrstu tækifæri með A-landsliði karla gegn Úganda og Suður-Kóreu. Ísland tapaði 5-1 gegn Suður-Kóreu í dag.

Viktor Karl var góður gegn Úganda en eins og allir í íslensku liðinu átti hann í vandræðum í dag.

„Það er bara fyrst og fremst heiður, verðlaun fyrir vel unnin störf. Maður er mjög stoltur að vera kominn inn í þennan hóp fyrir þetta verkefni, fá smjörþefinn. Það gefur manni von um að spila fyrir landsliðið og vilja vinna enn meira að því markmiði,“ sagði Viktor Karl að leik loknum í dag.

Íslenska liðið var undir á öllum sviðum í dag. „Fyrri hálfleikur var mjög erfiður, við vorum að hlaupa mikið af óþarfa hlaupum. Ekki að setja pressu til að vinna boltann, þeir fóru illa með okkur með einnar snertingar fótbolta. Við breyttum í seinni hálfleik hvernig við vildum pressa, það gekk miklu betur. Við hefðum getað skapað fleiri færi, við bjuggum til nokkrar ákjósanlegar stöður sem hefðu getað farið betur með.“

„Það var mikill munur á þessu liði og Úganda, þeir voru hraðari í öllum aðgerðum. Þeir refsuðu um leið og þeir gátu, mörkin þeirra sýndu að þeir þurftu ekki mikið. Einn leikmaður hjá okkur var of seinn og þá voru allir eftir.“

Viktor Karl hefur verið orðaður við atvinnumennsku en veit lítið hvað gerist. „Ég veit voðalega lítið, vonandi að þetta tækifæri sýni mig á þessu sviði. Fá kallið í þessum glugga, það vonandi gefur eitthvað. Eins og staðan er núna þá veit ég lítið og er lítið að spá í þessu.“

Mynd/Getty

„Þetta var mjög erfiður leikur, við hlupum mikið. Við vorum ekki mikið með boltann, það var erfitt að klukka þá. Þeir voru snöggir að hreyfa sig frá mönnum.“

Sjö leikmenn sem leikið hafa með Breiðablik byrjuðu leikinn í dag. „Það var gaman, við sáum þetta sjálfir. Það voru nokkrir sem höfðu spilað leik með Blikum, það hefði mátt vera meiri tenging á milli okkar. Í þessum leik var það mjög erfitt, heiður fyrir okkur alla. Sýnir að Breiðablik er að gera eitthvað rétt.“

„Mér finnst ég hafa komist frá þessu ágætlega, ég er sáttir með hvernig ég skilaði varnarvinnu í þessu verkefni. Það gekk best, hvernig pressan gekk upp miðað við það sem var ætlast til af mér. Ég hefði viljað gera meira með boltann og fram á við, þar sem maður er bestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“

Kepptust við að biðja stuðningsmenn afsökunar – „Það er ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnór Ingvi á leið heim?

Arnór Ingvi á leið heim?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“

Urðaði yfir heimsfrægan mann og lýsti hegðun hans ítarlega – „Hann vildi myndir af rassinum mínum í staðinn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador

Reynir að snúa hörmulegu gengi liðsins við – Fann leikmann í Ekvador
433Sport
Í gær

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið

Rifjar upp uppskriftina að árangri gullkynslóðarinnar í ljósi umræðunnar undanfarið
433Sport
Í gær

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
433Sport
Í gær

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum

Vekur athygli á því sem fáir höfðu spáð í eftir leik Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk

Sá sem öllu ræður hjá Liverpool segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Salah og Van Dijk