fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Miðjumaður Juventus sagður vilja ganga í raðir Arsenal – Arteta heillar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 20:00

Arthur og Lionel Messi á góðri stundu í Barcelona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal færist nær því að krækja í miðjumanninn Arthur Melo frá Juventus. Að sögn Mirror hefur Mikel Arteta sannfært miðjumanninn um hugmyndafræði sína.

Þessi 25 ára gamli leikmaður gæti farið til Arsenal á láni þar sem hann er ekki inni í myndinni hjá Massimiliano Allegri, stjóra Juventus.

Mirror segir að Arthur vilji ganga til liðs við Arsenal sem fyrst.

Til þess að Juventus leyfi Arthur að fara vill félagið þó sækja leikmann á miðjuna í hans stað. Þar er Ruben Loftus-Cheek hjá Chelsea á blaði.

Arthur kom til Evrópu árið 2018. Þá skrifaði hann undir hjá Barcelona eftir að hafa verið keyptur frá Gremio á tæpar 28 milljónir punda.

Eftir tvö fín tímabil á Nývangi fór Arthur til Juventus í skiptum fyrir Miralem Pjanic.

Arsenal er í leit að miðjumanni þar sem Thomas Partey og Mohamed Elneny eru staddir á Afríkumótinu með landsliðum sínum. Þá misstu Emile Smith Rowe og Granit Xhaka af síðasta leik Arsenal. Sá fyrrnefndi var meiddur og hinn með kórónuveiruna. Þá er Ainsley Maitland-Niles genginn í raðir Roma á láni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar