Erik ten Hag stjóri Manchester United staðfesti að Harry Maguire verði fjarverandi um helgina vegna meiðsla.
United heimsækir þá Manchester City í grannaslag af bestu gerð en Maguire fékk mikið lof frá þjálfara sínum. Eftir gagnrýni síðustu vikur sagðist Ten Hag hafa mikla trú á Maguire.
„Harry Maguire er meiddur en svo eru aðrir tæpir,“ segir Ten Hag og bætti við að varnarmaðurinn væri frábær leikmaður.
Anthony Martial og Marcus Rashford hafa jafnað sig af meiðslum og gætu spilað rullu á Ethiad á sunnudag.
„Anthony Martial hefur æft alla vikuna og verið frábær á æfingum. Rashford er byrjaður að æfa og við erum glaðir með það.“