Raphael Varane, leikmaður Manchester United, hefur byrjað mjög vel með liðinu á þessu tímabili, annað en í fyrra.
Varane var ekki upp á sitt besta á síðustu leiktíð eftir að hafa komið til Man Utd frá Real Madrid.
Hann var spurður út í það hvað væri öðruvísi í dag en Frakkinn fékk að þessu sinni að taka þátt í heilu undirbúningstímabili sem gerir gæfumun.
,,Ég fékk loksins að spila heilt undirbúningstímabil, ég gat unnið vel á líkamlegu stigi og mér líður betur,“ sagði Varane.
,,Í byrjun tímabils þá sýndum við mikinn vilja og við þurfum að halda áfram að gera það sama.“