fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Southgate tjáir sig um stöðu Trent og segir Trippier betri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins segir að Kieran Trippier sé í dag betri leikmaður en Trent Alexander-Arnold. Það sé ástæða þess að Trent hafi ekki komist í hóp gegn Þýskalandi á mánudag.

Alexander-Arnold spilaði 0 mínútur í síðasta verkefni landsliðsins fyrir HM í Katar, hann var ónotaður varamaður gegn Ítalíu og var utan hóps gegn Þýskalandi.

Southgate hefur aldrei haldið upp á Trent og virðist ansi tæpt að hann komist í HM hóp Englands. Reece James hefur verið fyrsti kostur Southgate í hægri bakvörðinn og hann virðist svo treyst Trippier.

„Gegn Þýskalandi þá völdum við hópinn út frá því hvernig við stilltum upp byrjunarliðinu. Við þurftum Ben Chilwell sem kost í vinstri bakvörð og höfðum Trippier líka. Í dag er Trippier að spila betur en Trent,“ sagði Southgate.

Enska landsliðið hefur ekki verið sannfærandi undanfarna mánuði og er pressa á Southgate fyrir mótið í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn