fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Guðlaugur Victor segir ástríðuna hafa skilað sínu – ,,Já þetta kallar maður liðsheild“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 21:26

Guðlaugur Victor Pálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld 1-1 jafntefli á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA með hetjulegri baráttu eftir að hafa spilað nánast allan leikinn einum færri.

Guðlaugur Victor Pálsson átti virkilega góðan leik í vörn íslenska landsliðsins og lét finna fyrir sér.

,,Já þetta kallar maður liðsheild,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Viaplay eftir leik.

,,Við sýndum frábæran karakter eftir sjokk í fyrri hálfleik. Þeir lágu mikið á okkur en við komum sterkir út í síðari hálfleik. Við ræddum málin vel í hálfleik og munurinn milli hálfleika var eins og svart og hvítt.

Hann segir liðið hafa sýnt mikla baráttu. ,,Við sýndum frábæran karakter og við gáfumst aldrei upp frá því að Aron var rekinn út af. Við héldum áfram að pressa á þá. Þeir voru líka hættulegir á köflum en þetta var þannig leikur að ástríðan sem við sýndum skilaði sér að lokum.“

Hann er meðvitaður um stöðu sína sem einn af reynslumestu leikmönnum landsliðsins.

,,Fyrst og fremst þarf ég bara að standa mig og spila vel. Svo gera mitt besta í að hjálpa ungu strákunum. Þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og við erum með góða blöndu af ungum og reynslumiklum leikmönnum. Við ætlum okkur bara að halda áfram á þessari vegferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð

Jota ætlaði að taka ferjuna yfir til Englands – Var ráðlagt að fljúga ekki eftir aðgerð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Í gær

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“