Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool þarf að sitja í stúkunni þegar England og Þýskaland mætast í Þjóðadeildinni í kvöld.
Gareth Southgate valdi 28 manna hóp fyrir verkefnið en aðeins 23 geta verið í hóp á leikdag.
Trent hefur ekki verið í miklu uppáhaldi hjá Southgate og hefur hann ekki fengið stórt hlutverk. Ljóst er að þetta er áhyggjuefni fyrir bakvörðinn enda er um að ræða síðasta leik Englands áður en HM hópurinn verður valinn.
Fleiri þurfa að setjast í stúkunni í kvöld en þar á meðal eru Jarod Bowen og James Ward-Prowse en Ivan Toney er í 23 manna hóp í fyrsta sinn.
Englendingar hafa spilað mjög illa undanfarna mánuði og er liðið fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar.