Didier Deschamps þjálfari Frakklands hefur beðið forráðamenn PSG um að hvíla Kylian Mbappe nokkuð reglulega fram að HM í Katar.
PSG á ellefu leiki á sex vikum í aðdraganda HM og óttast Deschamps að sín skærasta stjarna komi þreytt inn í Heimsmeistaramótið.
„Ég veit að PSG vill alltaf spila Kylian,“ segir Deschamps.
„En það væri gott ef stundum myndi hann fá smá slaka, aðeins færri mínútur í leik hér og þar. Hann mun njóta góðs af.“
Mbappe og liðsfélgar hans í Frakklandi hafa ekki verið sannfærandi undanfarið en liðið er vel mannað og gæti sprungið út á HM.