Richarlison hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa Everton í sumar og skrifa undir samning við Tottenham.
Richarlison lék með Everton í um fjögur ár en Tottenham sýndi honum áhuga í sumar pog ákvað fyrrnefnda félagið að selja.
Everton er í töluverðri lægð þessa dagana og gat Richarlison ekki ímyndað sér að félagið myndi vinna marga titla á nætu árum.
,,Þetta er alltaf erfið ákvörðun þegar tengingin við félagið er svo sterk og það var svo sannarlega staðan fyrir mig. Ég var ánægður hjá Everton og er þakklátur fyrir allt sem ég lærði. Þetta er stórt félag með mikla sögu,“ sagði Richarlison.
,,Hins vegar þá eru þeir mögulega með minni metnað í dag, þið vitið, viljann til að vinna leiki og titla. Ég var þarna í fjögur ár og gat séð að það var langt í að við myndum afreka eitthvað stórt.“
,,Ég taldi þetta vera rétta tímann til að kveðja og félagið þurfti líka á peningunum að halda. Þetta var góð niðurstaða fyrir alla aðila.“