fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Ísak Bergmann um innkomu Arons Einars í landsliðið: „Aron Einar er geggjaður, maður leiksins“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 18:24

Ísak Bergmann og Aron Einar / Mynd: Samsett / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmark íslenska landsliðsins í 1-0 sigri í æfingaleik gegn Venesúela. Ísak kom inn á sem varamaður og segir það alltaf markmið sitt að hjálpa landsliðinu sama í hvaða hlutverki það er. Hann segir Aron Einar hafa komið af krafti inn í landsliðið á nýjan leik, Aron sé einn besti landsliðsmaður Íslands í sögunni.

„Ég var mjög peppaður í að koma inn og hjálpa liðinu sama á hvaða hátt það yrði,“ sagði Ísak Bergmann í viðtali við Viaplay eftir leik.

Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í íslenska landsliðið eftir rúmleg árs fjarveru. Miðað við orð Ísaks Bergmanns er greinilegt að hann hefur komið inn af miklum krafti í landsliðið á nýjan leik.

„Aron Einar er geggjaður, maður leiksins finnst mér. Hann hefur verið í burtu í þó nokkurn tíma en sýnir bara að hann er einn besti landsliðsmaður í sögunni. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Bæði á hótelinu, æfingum og svo í leikjum. Hann er rosalegur.“

Næsti leikur íslenska landsliðsins er á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA á þriðjudaginn næstkomandi.

„Fínt og gaman að vinna núna en þessi gluggi snerist alltaf um leikinn gegn Albaníu og þannig verður það áfram. Við reynum að vinna þá og spila sem bestan fótbolta,“ sagði Ísak Bergmann eftir leik Íslands og Venesúela í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa