fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ísak Bergmann um innkomu Arons Einars í landsliðið: „Aron Einar er geggjaður, maður leiksins“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 18:24

Ísak Bergmann og Aron Einar / Mynd: Samsett / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmark íslenska landsliðsins í 1-0 sigri í æfingaleik gegn Venesúela. Ísak kom inn á sem varamaður og segir það alltaf markmið sitt að hjálpa landsliðinu sama í hvaða hlutverki það er. Hann segir Aron Einar hafa komið af krafti inn í landsliðið á nýjan leik, Aron sé einn besti landsliðsmaður Íslands í sögunni.

„Ég var mjög peppaður í að koma inn og hjálpa liðinu sama á hvaða hátt það yrði,“ sagði Ísak Bergmann í viðtali við Viaplay eftir leik.

Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í íslenska landsliðið eftir rúmleg árs fjarveru. Miðað við orð Ísaks Bergmanns er greinilegt að hann hefur komið inn af miklum krafti í landsliðið á nýjan leik.

„Aron Einar er geggjaður, maður leiksins finnst mér. Hann hefur verið í burtu í þó nokkurn tíma en sýnir bara að hann er einn besti landsliðsmaður í sögunni. Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur. Bæði á hótelinu, æfingum og svo í leikjum. Hann er rosalegur.“

Næsti leikur íslenska landsliðsins er á útivelli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA á þriðjudaginn næstkomandi.

„Fínt og gaman að vinna núna en þessi gluggi snerist alltaf um leikinn gegn Albaníu og þannig verður það áfram. Við reynum að vinna þá og spila sem bestan fótbolta,“ sagði Ísak Bergmann eftir leik Íslands og Venesúela í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá

Borga mögulega 50 milljónir fyrir leikmann sem Arsenal vildi ekki sjá