fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Einkunnir Íslands í endurkomu Arons og Alfreðs – Hörður Björgvin bestur

433
Fimmtudaginn 22. september 2022 17:59

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið mætti Venezúela í vináttulandsleik í Austurríki í kvöld en Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson voru allir í byrjunarliðinu.

Spilamennska Íslands í fyrri hálfleik var ekki góð og átti liðið í stökustu vandræðum með að halda í boltann.

Mikael Egill Ellertsson átti bestu færi Íslands í leiknum en hann kom sprækur inn af bekknum.

Íslenska liðið vann að lokum 1-0 sigur en liðið fékk vítaspyrnu sem Þórir Jóhann Helgason fiskaði hana. Ísak Bergmann Jóhanneson fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Einkunnir úr leiknum eru hér að  neðan.

Byrjunarliðið:

Rúnar Alex Rúnarsson 6
Gerði vel í þeim hlutum sem hann átti að gera án þess að það reyndi mikið á hann.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Í hægri bakverðinum gerði hann hlutina varnarlega mjög vel.

Aron Einar Gunnarsson 6
Ný staða fyrir Aron í landsliðinu en þessi stöðu þekkir hann vel í Katar, komst ágætlega frá sínu.

Hörður Björgvin Magnússon 7 – Maður leiksins
Náði vel saman við Aron Einar í miðverðinum og virtist íða vel með þennan reynda leikmann sér við hlið. Besti maður Íslands í leiknum.

Davíð Kristján Ólafsson 7
Byrjaði hægt en vann sig vel inn í leikinn og átti sinn besta landsleik.

Stefán Teitur Þórðarson (´58) 5
Fór lítið fyrir Stefán á miðsvæði Íslands í leiknum.

Hákon Arnar Haraldsson (´58) 5
Sýndi á köflum ágætis spretti en komst ekki nógu mikið í knöttinn.

Birkir Bjarnason (´58) 5
Birkir eins og aðrir miðjumenn sást sáralítið í leiknum.

Jón Dagur Þorsteinsson (´85) 7 
Okkar mest skapandi leikmaður í leiknum og átti fína spretti.

Alfreð Finnbogason (´58) 6
Hélt boltanum ágætlega en kom sér ekki í nein færi enda skapaði íslenska liðið varla færi framan af.

Arnór Sigurðsson (´19)
Spilaði of lítið til að fá einkunn vegna meiðsla.

Varamenn:

Mikael Egill Ellertsson (´19) 6
Ísak Bergmann Jóhannesson (´58) 7
Þórir Jóhann Helgason (´58) 6
Aron Elís Þrándarson (´58) 5
Andri Lucas Guðjohnsen (´58) 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa