fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
433Sport

Vill ekki sjá Alexander-Arnold í byrjunarliðinu á HM

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 18:20

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, goðsögn Liverpool, er ekki á því máli að Trent Alexander-Arnold eigi að byrja HM í Katar með enska landsliðinu.

Souness var frábær leikmaður á sínum tíma en er þó ansi umdeildur sem sparkspekingur sem hefur verið hans starf í dágóðan tíma.

Souness valdi byrjunarlið sitt fyrir HM í Katar í samstarfi við TalkSport og þar er enginn Alexander-Arnold sem leikur með Liverpool.

Upp á sitt besta er Alexander-Arnold talinn einn besti bakvörður Evrópu en hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarvinnuna.

Margir telja að hann verjist einfaldlega ekki nógu vel en Liverpool spilar mikinn sóknarbolta þar sem hann tekur mikið þátt.

Souness vill sjá þá Reece James hjá Chelsea og Ben Chilwell hjá Chelsea leysa stöðurnar í vængbakverði með þrjá menn í miðverði.

John Stones og Kyle Walker hjá Manchester City eru valdir af Souness sem og Eric Dier, leikmaður Tottenham.

Svona er lið Souness í heildina:

Markvörður:
Jordan Pickford (Everton)

Miðverðir:
John Stones (Man City)
Kyle Walker (Man City)
Eric Dier (Tottenham)

Miðjumenn/vængbakverðir:
Ben Chilwell (Chelsea)
Reece James (Chelsea)
Jude Bellingham (Dortmund)
Declan Rice (West Ham)

Framherjar:
Raheem Sterling (Chelsea)
Harry Kane (Tottenham)
Phil Foden (Man City)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ráðstefna haldin um sjálfboðastarf

Ráðstefna haldin um sjálfboðastarf
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert verður af orðrómunum og samningur bíður hans heima

Ekkert verður af orðrómunum og samningur bíður hans heima
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu ákvörðunina sem margir furða sig á – „Hvar annars staðar í heiminum gæti það gerst?“

Ræddu ákvörðunina sem margir furða sig á – „Hvar annars staðar í heiminum gæti það gerst?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfti að sitja undir blammeringum í Katar – „Margir líta á þig sem sjálfan djöfulinn“

Þurfti að sitja undir blammeringum í Katar – „Margir líta á þig sem sjálfan djöfulinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tapaði veðmáli gegn Messi en dettur ekki í hug að borga

Tapaði veðmáli gegn Messi en dettur ekki í hug að borga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höddi Magg segir þetta „nánast glæp gegn mannkyni“

Höddi Magg segir þetta „nánast glæp gegn mannkyni“