fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Læknir City fylgir Haaland hvert fótmál í landsliðsverkefni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 08:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur sent einn aðila úr læknateymi sínu til að vera með Erling Haaland á meðan hann er í verkefni með norska landsliðinu.

Mario Pafundi úr læknateyminu á í góðu sambandi við Haaland og var sendur með honum í verkefnið.

Pafundi mun starfa fyrir norska sambandið á meðan verkefnið er í gangi en Stale Solbakken þjálfari liðsins segir Haaland hafa gefið honum meðmæli.

City vonast til að með þessu verði betur passað upp á Haaland í landsliðsverkefninu og að hann komi heill heilsu til baka.

Noregur mætir Slóveníu og Serbíu í verkefninu en beint eftir það fer Haaland í leik með City gegn Manchester United.

Haaland hefur byrjað frábærlega með City í ensku úrvalsdeildinni og raðað inn mörkum eftir félagaskipti sín frá Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar