fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Ólíklegt að Lukaku snúi aftur – Upphæðin verður hærri á næsta ári

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ólíklegt að Romelu Lukaku muni snúa aftur til Chelsea næsta sumar eftir lánsdvöl hjá Inter Milan.

Blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio greinir frá þessu en Lukaku var fenginn aftur til Inter í sumar eftir stutt stopp á Englandi.

Lukaku kostaði Chelsea um 100 milljónir pund á síðasta ári en eftir svekkjandi fyrsta tímabil vildi hann komast burt.

Di Marzio segir að félögin muni reyna að komast að samkomulagi um að Lukaku spili áfram með Inter sem kostar félagið níu milljónir punda.

Inter borgaði Chelsea sjö milljónir punda fyrir Lukaku á þessu tímabili en þyrfti að hækka verðið til að eignast hann í annað ár.

Di Marzio bendir á að Lukaku hafi gert allt til að komast aftur til Ítalíu í sumar og að það hafi ekki komið til greina að vera áfram á Stamford Bridge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Hann mun líklega fara annað 2026″

,,Hann mun líklega fara annað 2026″
433Sport
Í gær

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“