fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Sér eftir því að hafa spilað fyrir Frakkland – ,,Þá er bent á það að þú sért frá Senegal“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. september 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, goðsögn Manchester United, sér eftir því að hafa spilað fyrir franska landsliðið á sínum ferli.

Evra spilaði 81 landsleik fyrir Frakkland á ferlinum frá 2004 til 2016 og án þess að skora mark.

Frakkland upplifði marga erfiða tíma er Evra lék með liðinu og var hann oft gagnrýndur fyrir frammistöðu sína sem og aðrar stjörnur liðsins.

Evra fæddist í Dakar í Senegal og ef hann gæti valið í dag þá myndi hann frekar spila fyrir Senegal en Frakkland.

Evra lék allan sinn feril í Frakklandi og ólst þar upp og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United frá 2006 til 2014.

,,Ef ég gæti farið til baka þá myndi ég velja að spila fyrir mitt heimaland, Senegal, frekar en Frakklandi,“ sagði Evra.

,,Ég var fæddur í Dakar en ólst upp í Frakklandi. Eitt það versta sem ég lærði er að ef þú spilar vel og vinnur þá er þér fagnað sem Frakka en ef þú tapar þá er bent á það að þú sért frá Senegal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Í gær

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Í gær

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín