fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

Mendy úrskurðaður saklaus í einu nauðgunarmáli – Sagðist hafa vaknað með hann inni í sér og verið skipað að hreyfa sig ekki

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mendy, knattspyrnumaður á mála hjá Manchester City, hefur verið úrskurðaður saklaus í einu af nauðgunarmálunum sem höfðuð eru gegn honum.

Var þetta staðfest fyrir rétti í dag.

Mendy er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Nú hefur eitt málið hins vegar verið dæmt honum í hag.

Var það í máli gegn stúlku, 19 ára þegar atvikið átti sér stað, sem sakar Mendy um að nauðga sér á heimili hans í júlí í fyrra.

Kviðdómur fékk að heyra sögu stúlkunnar á dögunum.

„Ég var orðin nokkuð drukkin. Ég man eftir að hafa verið í lauginni með strákum sem ég hafði ekki hitt áður. Allir voru í lauginni en ég man ekki eftir að hafa yfirgefið sundlaugarherbergið.“

„Það næsta sem ég man er að ég var inni í stofu með Ben (Mendy). Ég var á sófanum og hann var fyrir aftan mig. Hann hélt höndum mínum fyrir aftan bak og var að stunda kynlíf með mér og sagði „ekki hreyfa þig, ekki hreyfa þig.“ Hann sagði þetta þrisvar eða fjórum sinnum.“

„Ég var að reyna að komast í burtu en ég get ekki hreyft hendurnar. Ég var frekar hrædd. Ég fann fyrir honum inni í mér og hendur hans héldu nokkuð þétt um mig.“

Mendy hefur hins vegar verið dæmdur saklaus í þessu máli. Réttarhöld halda áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United