fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Útskýrir af hverju tilboði Chelsea var hafnað í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 15:00

Gvardiol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hafði mikinn áhuga á Josko Gvardiol, miðverði RB Leipzig í sumar. Þýska félagið hafnaði hins vegar tilboði þess enska í leikmanninn.

Hinn tvítugi Gvardiol þykir mikið efni. Búist er við að hann fari í stærra félag en Leipzig fyrr en síðar. Hann gerði nýjan fimm ára samning í sumar en gæti þó farið í næstu félagaskiptagluggum.

Nú segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því að Leipzig hafi hafnað tilboði Chelsea þar sem félagið telji sig vita að fleiri félög myndu bætast í kapphlaupið um Króatann næsta sumar. Það mun styrkja samningsstöðu Leipzig.

Manchester City er sagt vera eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á Gvardiol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“