fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Kristján Óli botnar ekkert í Akureyringum og vill sjá samning á borði – „Það er lögreglumál“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 14:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur Arnars Grétarssonar, þjálfara karlaliðs KA, er að renna út eftir tímabil. Samkvæmt Þungavigtinni hefur honum ekki verið boðinn nýr samningur, þrátt fyrir eftirtektarverðan árangur.

KA er í þriðja sæti Bestu deildarinnar með 40 stig eftir 21 leik, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Liðið er ofar en nær allir sérfræðingar spáðu því fyrir tímabil.

KA vann einmitt frækinn 2-1 sigur á Breiðabliki fyrir norðan í gær.

„Að KA-menn séu ekki búnir að reyna að negla Arnar niður fyrir næsta tímabil, það er lögreglumál,“ segir Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni.

Kristján segir að önnur félög í deildinni eigi að heyra í Arnari og reyna að semja við hann.

„Ef ég væri liðin í bænum, Stjarnan, HK, Valur, semjið þið við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“