fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Er einn sá elskaðasti en leið eins og svikara – Galopnar sig í átakanlegu viðtali

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Kamara, sparkspekingurinn vinsæli sem starfaði lengi hjá Sky Sports um árabil, er í viðtali í þættinum The Diary Of A CEO, þar sem hann opnar sig um hin ýmsu málefni.

Kamara hætti hjá Sky Sports fyrr á þessu ári eftir 25 ára starf. Hann var afar vinsæll á meðal áhorfenda.

Í þættinum opnar hann sig um taugasjúkdóm sem hann er með, sem lýsir sér þannig að sá sem þjáist af honum missir getu til að framkvæma ýmsar hreyfingar og bendingar, þrátt fyrir að sá hinn sami vilji framkvæma þær.

„Mér líður eins og svikara. Þau eru ekki að fá það besta úr mér en láta sig hafa það,“ segir Kamara í þættinum um störf sín hjá Sky Sports með sjúkdóminn.

Hann ræðir einnig æskuárin, hvernig það var að vera dökkur á hörund sem barn á Englandi, en nær allir voru hvítir þar sem hann bjó.

Þá segir Kamara frá ofbeldi sem faðir hans beitti móður hans, sem og fátækt á heimilinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Högg í maga United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?
433Sport
Í gær

Leggja fram tilboð í Antony

Leggja fram tilboð í Antony