fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Samúel Kári með góða innkomu í Grikklandi – FCK tapaði gegn OB

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. september 2022 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Kári Friðjónsson átti góða innkomu með Atromitos í Grikklandi í dag sem mætti Ionikos í efstu deild.

Samúel kom inná sem varamaður á 46. mínútu og skoraði ekki löngu seinna annað mark Atromitos.

Staðan var 1-0 fyrir Ionikos er Samúel kom inná en Atromitos átti eftir að bæta við fjórum mörkum í 4-1 sigri. Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliðinu en fór af velli í hálfleik.

Einnig í Grikklandi lék Guðmundur Þórarinsson 77 mínútur með OFI Crete sem tapaði 2-1 heima gegn Panaitolikos.

Það fór fram Íslendingaslagur í efstu deild í Danmörku þar sem OB vann 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í tapinu og kom Orri Steinn Óskarsson inná seint í síðari hálfleik. Aron Elís Þrándarson kom inná hjá OB í uppbótartíma en Ísak Bergmann Jóhannesson kom ekkert við sögu hjá FCK.

Í Allsvenskunni lék Aron Bjarnason með Sirius sem þurfti að sætta sig við 3-2 heimatap gegn Varnamo.

Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði 15 mínútur fyrir Lilleström í Noregi sem vann 2-1 heimasigur á Stromsgodset.

Í Belgíu byrjaði Jón Dagur Þorsteinsson fyrir OH Leuven sem vann Charleroi í efstu deild þar í landi. Jón Dagur spilaði 61 mínútu í 3-2 sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal

Landsliðsþjálfari Spánar furðar sig á vinnubrögðum Barcleona með Yamal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Í gær

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool