fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Árásin á Aubameyang að draga dilk á eftir sér – Leikmaðurinn kjálkabrotinn sem gæti haft áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðræður Chelsea og Barcelona um Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmann síðarnefnda félagsins, halda áfram. The Athletic fjallar um stöðu mála.

Gabonmaðurinn 33 ára gamli hefur verið sterklega orðaður við Chelsea undanfarnar vikur. Félögin hafi hins vegar ekki enn komist að samkomulagi. Ekki er talið að það verði erfitt að semja við Aubameyang sjálfan ef félögin ná samkomulagi.

Sem stendur biður Barcelona um of mikið fyrir Aubameyang. Sú leið gæti verið farin að sóknarmaðurinn verði lánaður til Chelsea.

Á dögunum var brotist inn á heimili leikmannsins. Fjórir menn brutust inn til hans, hótuðu honum og konu hans með skotvopnum og járnstöngum. Ræningjarnir gengu einnig í skrokk á Aubameyang, þar til hann opnaði peningaskáp fyrir þá.

Árásin varð til þess að Aubameyang kjálkabrotnaði. Verður hann frá í einhverjar vikur vegna þess.

Samkvæmt The Athletic er þó ekki víst hvort þetta hafi áhrif á gang mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum