fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Verður ekki auðvelt gegn Hvíta-Rússlandi – „Þær eru sterkar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 16:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætir Hvíta-Rússlandi í gífurlega mikilvægum leik á föstudag. Leikurinn er liður í undankeppni HM, sem fram fer á næsta ári.

Ísland er í öðru sæti undanriðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi. Stelpurnar okkar eiga þó eftir að leika tvo leiki en Holland aðeins einn, sá er einmitt gegn Íslandi.

Vinni Ísland Hvíta-Rússland er liðið í kjörstöðu upp á að komast beint á lokakeppni HM fyrir leikinn gegn Hollandi ytra. Liðið sem hafnar í öðru sæti riðilsins fer í umspil.

„Tilfinningin er ótrúlega góð. Einbeitingin er núna á Hvít-Rússa, það er fyrsti stórleikurinn og svo er annar stórleikur í Hollandi. Þetta leggst ótrúlega vel í okkur,“ segir Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona.

Hún segir lið Hvíta-Rússlands sterkt. „Þetta er fínt lið. Á blaði erum við sterkari en þurfum að spila vel. Þær unnu Tékka, sem náðu jafntefli við Holland. Svo þær eru sterkar.“

Ísland fór á lokakeppni EM fyrr í sumar en komst ekki upp úr riðlinum. Liðið gerði jafntefli í öllum þremur leikjum sínum.

„Það er ekki hægt að dvelja of lengi við EM. Auðvitað var maður svekktur að ná ekki markmiðunum. Markmiðið var að vinna allavega einn leik en þrjú stig er kannski fínt. Helsti jákvæði punkturinn er að við endum á fínni frammistöðu á móti Frakklandi. Það er hægt að byggja ofan á það. Við ætlum okkur á HM og nú fer öll einbeiting á það.“

Dagný tók á dögunum við fyrirliðabandinu hjá félagsliði sínu, West Ham. „Það var gaman að fá traustið, en ég er enn sama Dagný Brynjarsdóttir.“

Nánar er rætt við Dagnýju í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
Hide picture