Phil Foden, leikmaður Manchester City, er ekkert smá hrifinn af Mikel Arteta sem er í dag stjóri Arsenal.
Arteta hefur byrjað þetta tímabil virkilega vel með Arsenal en hann var áður hjá Man City sem aðstoðarmaður Pep Guardiola.
Þar unnu þeir Arteta og Foden saman og sá síðarnefndi man vel eftir hversu góður þjálfari Spánverjinn var.
Samkvæmt Foden mun Arteta ná langt sem þjálfari og er einnig mjög hrifinn af hans hugmyndafræði þegar kemur að leikstíl.
,,Hann er ótrúlegur. Ég man eftir að hafa unnið með honum náið á æfingasvæðinu í hlutum sem ég þurfti að laga,“ sagði Foden.
,,Ég veit hversu góður þjálfari hann getur orðið og hvernig hann getur spilað fótbolta rétt. Hann er klárlega frábær stjóri.“