fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Vendingar í einu nauðgunarmálinu – Sögð hafa gáð hversu mikinn pening hann ætti áður en hún fór til lögreglu

433
Föstudaginn 26. ágúst 2022 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, sem er á mála hjá Manchester City, halda áfram.

Mendy er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021. Frakkinn hafnar öllum ásökunum.

Einnig er réttað yfir vini Mendy, Louis Saha Matturie. Sá er sakaður um átta nauðganir og fjögur kynferðisbrot. Alls eru þrettán konur sem tengjast brotum þeirra félaga.

Á miðvikudag fékk kviðdómur að heyra sögu einnar konu sem sakar Mendy um nauðgun af lögregluupptöku. Konan segist hafa hitt Mendy í júlí á síðasta ári. Var henni svo boðið heim til hans.

„Hann sagði að allar konurnar þarna vildu sofa hjá honum. Ég sagði bara allt í lagi. Ég held að hann hafi sagt þetta svo mig langaði að gera eitthvað með honum,“ sagði konan á miðvikudag.

„Ég sagði að ég myndi ekki gera neitt svoleiðis með honum og þurfti að afsaka það. Þetta var eins og að rífast við vegg,“ sagði hún jafnframt, og heldur svo fram að hún hafi á endanum gefið eftir, Mendy hafi nauðgað henni.

Verjandi Mendy heldur því fram að konan sem um ræðir hafi flett upp heildarvirði leikmannsins áður en hún fór og ræddi við lögreglu. „Af hverju myndir þú gera það áður en þú gefur skýrslu?“ sagði verjandinn.

„Af hverju myndir þú hafa áhuga á því að vita hversu mikinn pening hann þénar eða hversu mikils virði hann væri?“

Konan svaraði: „Ég hafði engan sérstakan áhuga á að vita það en hann var í fréttum og þess háttar og það var verið að spyrja mig um hann. Auðvitað fletti ég honum upp og sé hvað er í gangi.“

Aðspurð hvort hún hafi sóst eftir sáttargreiðslu frá leikmanninum vegna atviksins svaraði hún neitandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íhuga að rifta samningi leikmanns sem kostaði 30 milljónir

Íhuga að rifta samningi leikmanns sem kostaði 30 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Komið ‘Here we go’ á Gyokores til Arsenal

Komið ‘Here we go’ á Gyokores til Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið

Segist ætla að ‘berja’ einn frægasta áhrifavald heims: Hundsaði skilaboðin á Instagram – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aston Villa hló að tilboði Manchester United

Aston Villa hló að tilboði Manchester United
433Sport
Í gær

Mbeumo til Manchester United

Mbeumo til Manchester United
433Sport
Í gær

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin
433Sport
Í gær

Skoraði þrennu á aðeins 11 mínútum

Skoraði þrennu á aðeins 11 mínútum
433Sport
Í gær

Stórstjörnunni sagt að fara annað vegna Oasis – Þurfti að keyra 130 kílómetra til að ná einkaþotunni

Stórstjörnunni sagt að fara annað vegna Oasis – Þurfti að keyra 130 kílómetra til að ná einkaþotunni