Liverpool hefur áhuga á því að kaupa Marcos Llorente miðjumann Atletico Madrid nú þegar félagaskiptaglugginn fer að loka. Nokkrir miðlar á Spáni fjalla um málið.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er sagður hafa mikinn áhuga á að styrkja miðsvæði sitt og stuðningsmenn félagsins taka flestir undir þá skoðun stjórans.
Llorente er öflugur miðjumaður en meiðsli hafa sett strik í reikning Liverpool í upphafi tímabils.
Klásúla er í samningi Llorente sem er 101 milljón punda og hana gæti Liverpool þurft að borga til þess að festa kaup á Llorente.
AS á Spáni segir að Atletico vilji helst ekki selja Llorente og því gæti Liverpool þurft að virkja klásúluna til að fá kaupin í gegn.
Llorente er fjölhæfur spilari en þrátt fyrir að vera í grunninn miðjumaður hefur hann einnig spilað í vörninni og á kantinum hjá Diego Simeone.