fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Mun Liverpool borga um 100 milljónir punda fyrir miðjumann Atletico á næstu dögum?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 14:26

Llorente í leik gegn Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur áhuga á því að kaupa Marcos Llorente miðjumann Atletico Madrid nú þegar félagaskiptaglugginn fer að loka. Nokkrir miðlar á Spáni fjalla um málið.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er sagður hafa mikinn áhuga á að styrkja miðsvæði sitt og stuðningsmenn félagsins taka flestir undir þá skoðun stjórans.

Llorente er öflugur miðjumaður en meiðsli hafa sett strik í reikning Liverpool í upphafi tímabils.

Klásúla er í samningi Llorente sem er 101 milljón punda og hana gæti Liverpool þurft að borga til þess að festa kaup á Llorente.

AS á Spáni segir að Atletico vilji helst ekki selja Llorente og því gæti Liverpool þurft að virkja klásúluna til að fá kaupin í gegn.

Llorente er fjölhæfur spilari en þrátt fyrir að vera í grunninn miðjumaður hefur hann einnig spilað í vörninni og á kantinum hjá Diego Simeone.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika
433Sport
Í gær

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Í gær

Ofurparið slítur sambandinu – Hún er sögð sú kynþokafyllsta í heimi

Ofurparið slítur sambandinu – Hún er sögð sú kynþokafyllsta í heimi
433Sport
Í gær

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Velta því fyrir sér hvað gekk á í hausnum hjá Ronaldo í gær – Var hann að tala við drauga?

Velta því fyrir sér hvað gekk á í hausnum hjá Ronaldo í gær – Var hann að tala við drauga?