fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Berglind mætt til Parísar – „Þetta hefur alltaf verið draumur minn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 11:00

Berglind verður í París til 2024.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en franska stórveldið kaupir hana frá Brann í Noregi.

„Að verða leikmaður hjá þessu risastóra félagi sem er Paris Saint-Germain er ótrúleg tilfinning. Þetta hefur alltaf verið draumur minn, svo ég er mjög ánægð með að vera hérna,“ sagði Berglind

Berglind Björg hefur áður leikið í Frakklandi, með Le Havre. Hún hefur einnig spilað með Hammarby, AC Milan, PSV og Verona í atvinnumennsku.

„Ég er markaskorari. Mér finnst gaman að fá boltann í lappirnar og líka að hlaupa til að hjálpa liðinu. Ég held að ég sé frekar líkamlega sterkur leikmaður, sem finnst gaman að vera í boxinu og valda usla.“

„Ég þekki leikmennina ekki persónulega en ég get ekki beðið eftir því að kynnast þeim.“

PSG endaði í öðru sæti í frönsku deildinni í fyrra en félagið er stórhuga í deildinni en einnig í Meistaradeildinni.

„Ég kem til klúbbs sem er vanur að vinna titla. Það er það sem ég var að leita að. Ég hlakka líka til að vera á vellinum og sjá alla í stúkunni. Ég get ekki beðið eftir að fara af stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Í gær

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana

Manchester United til í að taka slaginn við Frakkana