fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Lýsir samskiptum við hrokafullan Ronaldo – Iðraðist ekki eftir að hann sló síma úr hönd einhverfs stráks

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 10:36

Georgina Rodriguez og Cristiano Ronaldo / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Kelly, móðir einhverfs stráks sem lenti í því að Cristiano Ronaldo sló síma úr hönd hans, með þeim afleiðingum að síminn brotnaði og hönd hans var marin, er allt annað en sátt með að kappinn hafi sloppið með aðvörun frá lögreglu vegna atviksins.

Ronaldo var pirraður eftir 1-0 tap gegn Everton. Þegar leikmenn gengu af velli virtist Ronaldo slá einhverju frá sér. Það var síðar staðfest að það var sími hins 14 ára gamla Jacob.

„Hann er svo leiður yfir þessu og hann vill ekki fara aftur á leik. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann fer á og þetta gerist. Þetta var frábær dagur alveg fram að þessu. Þetta eyðilagði daginn og skilur okkur eftir með óbragð í munni,“ sagði móðir drengsins á sínum tíma. Áverka mátti sjá á höndum Jacob.

„Það var ráðist á einhverfan dreng af knattspyrnumanni. Þannig sé ég þetta sem móðir.“

Ronaldo baðst síðar afsökunar á atvikinu og sagðist geta boðið Jacob á leik á Old Trafford. Sarah hefur ekki samþykkt það hingað til. Á dögunum hlaut hann aðvörun frá lögreglu.

Móðir drengsins lýsir hins vegar samskiptum sínum við Portúgalann. Hún segir að hann hafi verið virkilega hrokafullur. Sarah lýsir því þegar Ronaldo hringdi í hana. Hann hafi ekki iðrast og haldið því fram að hann hafi „sparkað í eða lamið neinn.“

„Ég var svo reið og hjartað mitt sló svo hratt,“ segir Sarah.

Hún segir einnig að fólk á netinu hafi sent Jacob ljót skilaboð. „Það var ógeðslegt. Strákurinn minn er með hjarta úr gulli. Ég er hrædd við að fara úr húsi, er alltaf að horfa aftur fyrir mig.“

„Mig langar að sjá réttlæti. Það hefur algjörlega vantað.“

Talið er að Ronaldo hafi samþykkt að bæta upp fyrir atvikið í formi peningaupphæðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórstjörnunni sagt að fara annað vegna Oasis – Þurfti að keyra 130 kílómetra til að ná einkaþotunni

Stórstjörnunni sagt að fara annað vegna Oasis – Þurfti að keyra 130 kílómetra til að ná einkaþotunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Í gær

Osimhen að skrifa undir – Bannað að semja á Ítalíu í tvö ár

Osimhen að skrifa undir – Bannað að semja á Ítalíu í tvö ár
433Sport
Í gær

Beckham gerði stór mistök og eiginkonan ekki lengi að ná í símann – ,,Þetta er ekki fyndið“

Beckham gerði stór mistök og eiginkonan ekki lengi að ná í símann – ,,Þetta er ekki fyndið“
433Sport
Í gær

Mynd af Will Ferrell vekur skemmtilega athygli – Sjáðu bolinn sem hann klæddist

Mynd af Will Ferrell vekur skemmtilega athygli – Sjáðu bolinn sem hann klæddist
433Sport
Í gær

Brentford reynir allt til að halda allavega einum lykilmanni

Brentford reynir allt til að halda allavega einum lykilmanni
433Sport
Í gær

Reynir að komast burt en félagið stöðvar félagaskiptin ítrekað

Reynir að komast burt en félagið stöðvar félagaskiptin ítrekað
433Sport
Í gær

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Stjórnar hann öllu á bakvið tjöldin?

Færsla Ronaldo vekur mikla athygli – Stjórnar hann öllu á bakvið tjöldin?