fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Kjartan Henry setti læk við færslu sem gæti skapað ólgu í Vesturbænum

433
Föstudaginn 19. ágúst 2022 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, hefur fengið ansi lítinn spiltíma í sumar. Hann kom inn á í blálokin í 5-3 tapi gegn Víkingi Reykjavík í 8-liða úrslitum bikarsins.

Það vakti athygli í gær að leikmaðurinn „líkaði við“ færslu þar sem Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var gagnrýndur fyrir að nota Kjartan ekki meira. „Þig vantar mark og geymir Kjartan Henry bara á beknnum þangað til 30 sek eru eftir,“ skrifaði Ásgeir Halldórsson á Twitter. Þessa færslu „líkaði“ Kjartan við.

Spiltími Kjartans var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni í gærkvöldi.

„Hvað er í gangi? Þetta er örugglega þriðja dissið á stuttum tíma,“ sagði Mikael Nikulásson í þættinum.

KR vann öruggan 4-0 sigur á ÍBV á dögunum, þar sem Kjartan kom ekki við sögu. Það þótti Mikael skrýtið.

„Hefði ekki verið skynsamlegra, í staðinn fyrir að gefa einhverjum ungum strákum, sem eiga örugglega aldrei eftir að spila alvöru leik fyrir KR og væntanlega farnir á lán í Leikni eða Fjölni eða Fylki, hefði ekki verið eðlilegra að setja Kjartan Henry inn á í unnum 3-0 leik á móti ÍBV?“ Spurði Mikael.

„Þetta er eitthvað mjög skrýtið. Ég þekki Kjartan Henry ágætlega og ég get ekki ímyndað mér annað en það sjóði á honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“