fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag refsaði leikmönnum Man Utd grimmt: Hlupu 14 kílómetrum meira – Fengu það í andlitið í dag

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 16:46

Erik ten Hag, stjóri Man Utd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var hundfúll með frammistöðu liðsins gegn Brentford í gær.

Man Utd tapaði sínum öðrum deildarleik í röð í gær en Brentford hafði betur með fjórum mörkum gegn engu.

Sky Sports greinir nú frá því að Ten Hag hafi tekið hart á hópnum á aukaæfingu sem var haldin á æfingasvæði liðsins í dag.

Leikmenn Man Utd áttu upphaflega að fá frí þennan sunnudag en voru kallaðir til vinnu eftir frammistöðu gærdagsins.

Leikmenn Brentford hlupu 13,8 kílómetrum meira en leikmenn Man Utd í gær og þurftu þeir að bæta upp fyrir það í dag.

Sky segir að Ten Hag hafi látið leikmenn enska stórliðsins hlaupa einmitt 13,8 kílómetra á æfingunni í dag og er alveg á hreinu að hann var hundfúll með lið sitt í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni

Allt í apaskít vegna félagaskipta Zubimendi til Arsenal – Dómsmál að fara í gang á Spáni