fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

„Þetta eru ekki einhverjir latir lúxusleikmenn sem nenna ekki að hlaupa eða hafa boltann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik mætir Istanbul Basaksehir í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA annað kvöld. Um fyrri leik liðanna er að ræða og fer hann fram á Kópavogsvelli. Sá síðari fer fram eftir átta daga í Tyrklandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

„Það er gríðarleg tilhlökkun, tækifæri fyrir liðið til að máta sig við lið í hæsta gæðaflokki í evrópskri knattspyrnu. Þetta verður alvöru próf,“ sagði Óskar um verkefnið.

„Ég held að þetta sé margfalt sterkara lið en þau sem við höfum spilað við hingað til og spiluðum við í fyrra. Árangur liðsins í Evrópu undanfarin ár segir sína sögu, þeir voru í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og eru búnir að styrkja sig verulega fyrir þetta tímabil, eru með marga öfluga leikmenn sem eru búnir að spila með góðum liðum og á hæsta stigi. Þetta eru ekki einhverjir latir lúxusleikmenn sem nenna ekki að hlaupa eða hafa boltann.“

Óskar var spurður út í það hvar væri möguleiki á að særa Tyrkina.

„Veikleikarnir liggja í því að þeir eru að koma í umhverfi sem þeir eru ekki vanir. Þeir eru að koma á lítinn völl með gervigrasi. Veðrið verður vonandi ekki upp á sitt besta, svona klassískt júlí-veður á Íslandi. En veikleikar þeirra liggja frekar í styrkleikum okkar. Við þurfum að ná að spila á okkur styrkleikum og okkar allra besta leik. Við þurfum að ná að pressa þá, vera hugrakkir. Við þurfum að passa að verða ekki litlir í okkur og fara inn í okkur. Það er ekkert annað en okkar allra besti leikur, bæði sóknar- og varnarlega, sem gerir það að verkum að við fáum eitthvað út úr þessum leik.“

Basaksehir er að klára sitt undirbúningstímabil á meðan Breiðablik er á mikilli siglingu hér heima. Óskar telur að það gæti hjálpað eitthvað, þó það muni ekki breyta miklu.

„Auðvitað hjálpar það eitthvað. Við erum í góðu formi og það er ágætis taktur á okkur. Deildin hjá þeim byrjar á sunnudag svo þeir eru á lokametrunum í sínum undirbúningi, svo mér finnst alveg líklegt að formið sé fínt á þeim og ágætis bragur á þeim. En ég held það vinni allavega ekki á móti að það er búið að ganga ágætlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Velta því fyrir sér hvað gekk á í hausnum hjá Ronaldo í gær – Var hann að tala við drauga?

Velta því fyrir sér hvað gekk á í hausnum hjá Ronaldo í gær – Var hann að tala við drauga?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu magnað mark Antony gegn Alberti og félögum

Sjáðu magnað mark Antony gegn Alberti og félögum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Forest missteig sig hressilega

England: Forest missteig sig hressilega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“
433Sport
Í gær

Hulk bætti met Neymar

Hulk bætti met Neymar
433Sport
Í gær

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“
433Sport
Í gær

Sá eftirsótti svarar stuttu fyrir stórleikinn í kvöld – ,,Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann“

Sá eftirsótti svarar stuttu fyrir stórleikinn í kvöld – ,,Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann“